"Rústarinn" á rúntinum

Það vakti athygli fyrir skömmu þegar Vladimír Pútín skrapp til Krímskaga og síðan borgarinnar Mariupol, til að skoða "afrek" sín í Úkraínustríðinu.

Hann byrjaði s.s. á Krímskaga, sem hann hrifsaði til sín árið 2014, með sínum ,,litlu grænu köllum“ eins og þeir eru kallaðir ómerktu hermennirnir sem hann sendi til þessa að framkvæma þann verknað.

Síðan dúkkaði hann upp í borginni Mariupol, sem var mikið í fréttum í fyrra, þegar Rússar voru að sprengja hana í tætlur. Um er að ræða borg í SA-Úkraínu, sem liggur að Azov-innhafinu, norður af Svartahafi. Íbúar fyrir innrás voru rúmlega 400.000.

Talið er að Rússar hafi eyðilagt um 90% borgarinnar, en mestu bardagarnir stóðu um hina frægu Azovstal-stálverksmiðju, en yfir hana létu Rússar sprengjunum rigna.

Þar höfðu nokkur hundruð hermenn Úkraínu úr einmitt Azov-sveitinni leitað skjóls. Þeir voru allir handteknir (þeir sem eftir voru) þegar Rússum tókst að hertaka borgina.

Þessa "dýrð" fór Pútín s.s. að skoða, en fljótlega og myndir fóru að birtast fóru af stað sögusagnir um hvort þetta hefði yfirhöfuð verið Pútín sem sást á myndunum. 

Pútín, eða sá sem kom til Mariupol, læddist þangað eins og þjófur að nóttu og ekki var mikið að sjá á þeim myndum sem birtar voru, enda þær mest hugsaðar til áróðurs og heimabrúks.

Það hefur hins vegar verið rifjað upp að þetta hefur Pútín gert áður, þ.e.a.s. læðst eins og þjófur að nóttu á átakasvæði þar sem Rússar hafa verið með aðgerðir. Það gerðist t.a.m. þegar uppreisnarmenn hertóku skóla í Beslan í Norður-Ossetíu, nágrannalýðveldis Téténíu, en þar hóf Pútín stríð árið 1999 sem stóð í raun til 2009. Það stríð var skilgreint sem "aðgerð gegn hryðjuverkum." Rússar virðast skilgreina stríð sín a nokkuð frumlegan hátt, rétt eins og innrásin í Úkraínu er skilgreind sem "sértök hernaðaraðgerð".

Umsátrið í Beslan stóð í þrjá daga og lauk með því að 330 manns létu lífið, meira en helmingurinn grunnskólabörn. Talið er að gera hefði mátt mun meira til þess að finna raunverulega lausn á umsátrinu.

Í stað þess létu Rússar sverfa til stáls, með fyrrgreindum afleiðingum. Virðing fyrir mannslífum er ekki þeirra sterkasta hlið.

Í Mariupol um daginn fór "rústarinn" á rúntinn og virtist glaður með ástandið. Um 1400 manns látnir og borg í rúst. Ein frægasta fréttamyndin úr stríðinu í Úkraínu var einmitt tekin af óléttri konu sem særðist til ólífis þegar Rússar réðust á sjúkrahús í borginni. Ófætt barn hennar dó einnig.

Flottur kall, Pútín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband