Evran minnkar vaxtasveiflur

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna nýja grein eftir aðalhagfræðing bankans, Dr. Þórarinn G.Pétursson. Greinin heitir Does inflation targeting lead to excessive exchange rate volatility?

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir: ,, Í ritgerðinni fjallar Þórarinn m.a. um hvort upptaka verðbólgumarkmiðs leiði til þess að gengissveiflur, umfram það sem hægt er að skýra með hagrænum grunnþáttum, aukist. Niðurstöður hans benda til þess að ekkert kerfisbundið samband sé á milli upptöku verðbólgumarkmiðs og umframsveiflna í gengi gjaldmiðla. Hins vegar benda niðurstöðurnar til þess að aðild að Myntbandalagi Evrópu dragi úr þessum umframsveiflum. Niðurstöðurnar benda því til þess að fljótandi gengi gagnist ekki aðeins til sveiflujöfnunar heldur sé einnig sjálfstæð uppspretta hagsveiflna sem hægt sé að draga úr með því að gerast aðili að gengissamstarfi. Á sama tíma benda niðurstöður hans til þess að upptaka verðbólgumarkmiðs leiði í sjálfu sér ekki til umframsveiflna í gengi gjaldmiðla."

Á Íslandi var ein allsherjar uppsveifla fram til október í fyrra. Þá kom ein allsherjar niðursveifla! Einu sinni var krónan svakalega sterk, núna er hún svakalega veik! Fyrir rúmu ári var næstum ekkert atvinnuleysi, núna er bullandi atvinnuleysi. Er hægt að hafa þetta svona?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband