18.10.2009 | 12:46
Þekkingarskortur eða fljótfærni?
Í fréttum í dag er sagt frá sprengjutilræði í Íran þar sem nokkrir og helstu yfirmenn Byltingarvarðliðanna létu lífið. Í fréttum hefur orðið ,,sérsveit" verið notuð yfir þetta fyrirbæri sem á ensku kallast ,,Army of the Guardians of the Islamic Revolution."
En málið er að þetta er ekki sérsveit í skilningi þess orðs, heldur ÚRVALSSVEIT," einskonar ,,her í hernum." Her sem hefur um 120.000 liðsmenn getur ekki talist sérsveit, þær eru yfirleitt mun minni.
Lesa má allt um Byltingarvarðliðana á þessari slóð:
http://en.wikipedia.org/wiki/Army_of_the_Guardians_of_the_Islamic_Revolution
Þar kemur fram að þessi HER hefur mjög viðamiklu hlutverki að gegna í írönsku samfélagi.
Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, er einn þekkasti félaginn í þessum her í gegnum tíðina.
Æskilegt væru að fréttamenn kynntu sér málið og segðu rétt frá hlutunum, því sérsveit og úrvalssveit er ekki það sama.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.