30.9.2009 | 21:08
Komandi forsíður í Dagblaði Íslensku Alþýðunnar?
Þetta blessaða hrun á víst eins árs afmæli um þessar mundir, en það fékk enga köku og því ekki blásið á kerti!
Fyrirsagnir fjölmiðla hafa verið ,,svakalegar" undanfarið árið og eiga fleiri svoleiðis sjálfsagt eftir að bætast við. Hér eru nokkrar ímyndaðar fyrirsagnir úr nánustu framtíð:
Seldi ömmu sína fyrir fimm prósent hlut í fasteignafélagi
Veðsetti hús föður síns vegna hlutabréfakaupa frænda síns
Seldi sportbíl systur sinnar - keypti hlutabréf fyrir peningana
Skráði Lancruiserinn á nýfæddan son sinn
Lét ölvaðan svila skrifa upp á skuldabréf
Notaði mágkonu sína til að hylma yfir áhættufjárfestingar
Lét tvíbura frænku sinnar falsa undirskriftir
Falsaði ættarnafn móður sinnar við flugvélakaup
Flutti skuldir vegna þyrlukaupa á fyrirtæki tengdasonar síns
Tók kúlulán í nafni látins bekkjarbróðurs
Þóttist vera afi frænda síns í afleiðuviðskiptum
Skuldfærði fjórhjól af reikningi mágkonu sinnar
Stofnaði fyrirtæki á kennitölu ömmusystur sinnar
Tapaði aleigunni í fasteignabraski, lét tengdó blæða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.