20.9.2009 | 12:09
Athyglisverð forsíða MBL
Eins og kunnugt er lét Ólafur Þ. Stephensen af störfum sem ritstjóri MBL síðastliðinn föstudag. Ekki veit ég hvort það eru tengsl þar á milli og forsíðu sunnudagsblaðs MBL í dag (eftir ritstjórnarskiptin). Aðalmyndin er s.s. af þremur lömbum að bíta gras. Vissulega falleg mynd, lömbin eru krúttleg.
Einhvernveginn finnst mér þessi mynda athyglisverð á þessum tímapunkti og minnir óneitanlega á forsíður Bændablaðsins, sem gjarnan (og kannski eðlilega) skarta ýmsum skepnum.
Framhaldið verður athyglisver á MBL og sterk orð notuð í þessu samhengi, s.s. ,,pólitískar hreinsanir" og þess háttar. Þá fer maður að hugsa um ákveðna tegund af ríkjum sem fækkaði stórlega eftir 1989.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.