Ber er hver að baki...

Ísland er eitt elsta lýðræðisríki í heimi. Um 70-80% prósent af útflutningi okkar fer til Evrópu, stærstur hluti þess fiskjar sem við veiðum er seldur til Bretlands. ESB er samband 27 lýðræðisríkja, gamalla og nýrra. Ísland tilheyrir því þessari hefð, Íslendingar eru Evrópubúar, samskipti okkar og Evrópu eru náin, það sést hvar sem litið er yfir íslenskt samfélag. Ísland þarf varanlega tengingu við Evrópu til framtiðar. Þróun heimsmála ýtir einnig undir það. Hugmyndir Olli Rehn sýna einfaldlega að úti í Evrópu eigum við velunnara, sem vilja aðstoða okkur í þeim hremmingum sem við nú glímum við. ESB hefur á engan hátt tjáð þá ósk sína að taka yfir sjávarauðlindir okkar eða orkuna okkar. Hvaða hagsmuni hefði ESB af því? Að ætla slíkt er einfaldlega barnaskapur. ESB er með þessum hætti að bjóða okkur aðstoð, nokkuð sem við virkilega þurfum á að halda. Vandamálin er á slíkum skala. Spyrjiði Finna og Svía!

 


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið þykist ætla að hjálpa okkur í efnahagsmálum en er síðan ekki að hjálpa sínum eigin aðildarríkjum.

The Economist skrifaði á dögunum að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið eins og staðan í efnahagsmálum okkar er í dag yrði vaðið yfir okkur. Sambandið myndi einfaldlega hagnýta sér veika stöðu okkar út í ystu æsar.

Í frétt Vísir.is um ummæli Olli Rehn er haft eftir honum að innganga Íslands yrði hvalreki fyrir Evrópusambandið. Og þar liggur hundurinn grafinn, við eigum miklar auðlindir sem sambandið vanhagar sárlega um. Evrópusambandið er engin góðgerðastofnun.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 09:06

2 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hjörtur, þér getur varla verið alvara með þessum orðum þínum að ESB vilji fá okkur inn til þess eins að ,,ryksuga" upp auðlindir okkar? Af hverju er ESB þá ekki búið að fella allan skóg í Finnlandi? Finnar hafa jú verið með í síðan 1995! Þú leyfir þér einnig að þýða enska orðið ,,asset" mjög þér í hag. Olli Rehn meinar þetta örugglega ekki eins og þú velur að skilja það, þ.e.a.s. að ESB sé eins og einhver hrægammur, sem á þá ósk heitasta að þurrka upp allar auðlindir við og á Íslandi! Ég hafna  því alfarið þessari túlkun og skoðun þinni.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 30.1.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband