Serbía til Evrópu?

Boris Tadic heilsar Vladimír Pútín, fyrrv. Rússlandsforseta, núv. forsætisráðherraÍ nýafstöðnum þingkosningum í Serbíu voru niðurstöðurnar ótvíræðar. Serbía á samleið með Evrópu og þar liggur framtíð þeirra, ekki í faðmi Rússa. Þó Rússar séu ríkir af olíu og vel stæðir, eiga Serbar og Serbía miklur fremur samleið með Evrópu og Evrópubúum. En þetta verður ekki auðveld leið. Flestir Serbar sætta sig ekki við sjálfstæði Kosovo, en verða að kyngja því. Þróun næstu ára mun að öllum líkindum skera úr um hvort Serbíu tekst að færa sig nær Evrópu og jafnvel ganga inn í ESB. Það væri óskandi. Jafn mikið og ESB var í sinni upprunalegu mynd friðarhugmynd milli Frakka og Þjóðverja, með það að markmiði að hörmungar á borð við Seinni heimsstyrjöld myndu ekki endurtaka sig, getur ESB orðið það "lím" sem þarf til þess að hindra að hörmungar á borð við stríðin (því þau voru í raun mörg) í fyrrum Júgóslavíu endurtaki sig ekki. Borist Tadic, forseti Serbíu og aðrir Evrópusinnar eiga erfitt verk fyrir höndum, því þjóðernishyggjan og vandkvæði henni tengd krauma bæði á og undir yfirborðinu.

Serbískar fréttir á ensku: http://www.b92.net/eng/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband