Innrás og eyðilegging Rússa í tölum

Eitt ár er liðið frá því að forseti Rússlands fyrirskipaði her sínum að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í hið fullvalda ríki, Úkraínu.

Síðan þá hefur rússneski herinn valdið gríðarlegri eyðileggingu, ráðist á almennar íbúðarblokkir og hús, sjúkrahús, skóla og menntastofnanir.

Þá hafa liðsmenn hans og málaliðahópsins Wagner, framið þúsundur stríðsglæpa sem eru til rannsóknar.

Sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur tekið saman stríðið í tölum:

Um 7200 almennir borgarar hafa fallið og 11.800 særst (þetta er þó mat, getur verið hærra).

Um 400 börn hafa fallið og um 900 særst (þetta er þó mat, getur verið hærra).

Um 11.000 hús voru eyðilög í borginni Irpin a einum mánuði í byrjun stríðsins.

Um 150.000 hús hafa verið eyðilögðí öðrum borgum.

Um 3000 skólar hafa verið eyðilagðir.

Um 300 sjúkrhús hafa verið eyðilögð.

Hátt í 200.000 bifreiðar hafa verið eyðilagðar.

Um 2.8 miljónir hafa flúið til Rússlands.

Um 1.5 milljón manna hefur flúið til Póllands.

Um 1 milljón hefur flúið til Þýskalands.

Um 500.000 hafa flúið til Tékklands.

Um 40.000 hafa flúið til Danmerkur.

Talið er allt að 800 hermenn hafi fallið á degi hverjum, bæði Rússar og Úkraínumenn.

Talið er að húsnæði fyrir um 54 milljarða dollara hafi verið eyðilagt.

Talið er að innviðir fyrir um 36 milljarða dollara hafi verið eyðilagðir.

Alls telur hagfræðideild háskólans í Kíev að heildartjón stríðsins frá upphafi til loka janúar geti verið allt að 138 milljarðar dollara. Þetta er niðurstaða sérstaks verkefnis, sem fjármagnað er af Bretum.

---------------------

Þessi brjálæðislega ákvörðun hins veruleikafirrta Pútíns um rinnrás er orðin dýr og hefur bitnað á allri heimsbyggðinni.

Heimild


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband