15.3.2015 | 23:08
Einn af mörgum bröndurum
"Því hafi stefnan verið skýr frá fyrsta degi ríkisstjórnarinnar og segir hann tíma hafa verið kominn til að skýra það fyrir Evrópusambandinu."
Þetta úr frétt MBL er aðeins einn af fjölmörgum bröndurum þessa máls, sem þó er grafalvarlegt og í raun atlaga að lýðræðinu í landinu.
Heldur GBS að þeir í Brussel hafi verið búnir að gleyma þessu? Á maður að trúa því? Að þeir hafi bara ekkert fylgst með því sem hefur verið að gerast á Íslandi?
Og ALDREI hef ég orðið vitni að öðrum eins SVIKUM á kosningaloforðum síðan ég fór að fylgast með stjórnmálum og það nær meira að segja út fyrir landsteinana! Loforðið um þjóðaratkvæði var bara út í loftið! Þetta er svo svivirðilegt og siðlaust að maður varla trúir því.Þetta fólk sem lofaði þessu fyrir kosningar ætti að skammast sín.
Ekkert valdarán átti sér stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.