16.10.2010 | 10:21
Harkaleg leið til lærdóms
Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við (brosandi) Pétur Blöndal, alþingismann.
Fyrirsögn þess er: HRUNIÐ KENNDI OKKUR AÐ SPARA
Hörð leið til þess að læra sparnað, ekki satt?
Löng hefð er fyrir því í rússneska hernum að "kenna" nýliðum virðingu og undigefni við sína hærra settu með því að berja þá sundur og saman og fara illa með þá á allan mögulegan hátt.
En þeir læra.
Í auglýsingum frá einum bankanna er auglýst að það sé frábær sparnaður að borga niður yfirdráttinn! En er þetta ekki alveg ný skilgreining á hugtakinu sparnaður (en eins og ég skil það, þá felur það í sér að maður SAFNI peningum áeinhvern hátt.)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.