Pútín međ öll trompin

Rússar valda stöđugum pólitískum skjálftum í Washington

putin-laughsSegja má ađ pólitíska kerfiđ í Bandaríkjunum (les: Washington) leiki á reiđiskjálfi ţessa dagana. Ekki ađeins vegna fundar Trump eldri međ forseta Rússlands, Vladimír Pútín, heldur vegna gjörđa Trumps yngri.

Ţađ var stórblađiđ New York Times sem afhjúpađi upplýsingar um fund Trump yngri međ kvenkyns lögfrćđingi frá Rússlandi sem heitir Natalia Veselnitskaya. Af hverju öll ţessi lćti útaf honum?

Hvađa ,,skít“ áttu?

Markmiđ fundarins, sem haldinn var um mitt síđasta ár (júní 2016), var ađ fá afhentan ,,skít“ um Hillary Clinton, en ţá var baráttan á milli hennar og Donald Trump eldri, um fosetaembćtti USA ađ nálgast hámark. Öllu var tjaldađ til, til ţess ađ grafa undin ,,crooked Hillary“ (svikulu Hillary), eins og Trump eldri hamrađi stöđugt á.

Ţađ er s.s. ekkert nýtt ađ menn reyni ađ grafa upp skít um sína pólitísku andstćđinga. En ţađ er kannski ekki á hverjum degi sem fulltrúar forsetaframbjóđenda, opinberir eđa ekki, láti glepjast af útsendurum höfuđandstćđingsins. Augljóslega hafa Rússar sett upp snilldarfléttu og lagt gildru fyrir Trump og kompaní, sem ţeir hafa augljóslega ekki áttađ sig á.

Áđurnefnd Natalía var s.s. á fundinum, sem fram fór í Trump-turninum (,,Kremlin“ Donalds Trumps eldri) og á honum voru Trump yngri, Paul Manafort, ţá kosningastjóri Trumps og einnig er taliđ ađ tengdasonur Trumps og helsti ráđgjafi, Jared Kushner hafi ,,droppađ inn“.

En samkvćmt Trump yngri kom enginn skítur um Clinton fram á fundinum, heldur ţróađist fundurinn út í eitthvađ snakk um ćttleiđingar(!) Hversvegna ćttleiđingar?

Flćkjustigiđ magnast

Hér flćkist máliđ töluvert. Áriđ 2012 setti bandaríska ţingiđ lög sem nefnast ,,The Magnistsky Act“. Samkvćmt ţeim má hópur rússneskra auđmanna ekki stunda viđskipti utan Rússlands. Ţeir eru ,,frystir“ á aljţóđavettvangi. Vitađ er ađ margir ţessara manna hafa náin tengsl viđ Kreml og Pútín, sem vill sjá ţessi lög ,,hverfa“.

Lögin bera hinsvegar nafn lögfrćđingsins Sergei Magnitsky, sem lést áriđ 2009 í haldi rússneskra yfirvalda og úr hverju hann lést hefur aldrei komist á hreint. Hann hafđi vakiđ athygli á gríđarlegri spillingu og ţjófnađi á ríkisreigum í Rússlandi og ţar međ komist í ónáđ yfirvalda. Hćgt er ađ lesa um ţetta í frábćrri bók eftir Bill Browder, Eftirlýstur, sem er einskonar hryllingssaga úr heimi rússneskra viđskipta. Hér lýsir hann ţessu einnig á Youtube.  Browder stjórnađi á sínum tíma risastórum fjárfestingasjóđi (Hermitage Foundation) í Rússlandi og Magnitsky sá um skattamálin fyrir hann.

Ţannig ađ fundurinn í turni Trumps fyrir um ári síđan, hefur ađ öllum líkindum allt annan tilgang en gefiđ hefur veriđ upp og hefur einnig líklega mun lengri og dýpri tengingar. Fréttaskýrendur hafa sagt ađ raunverulegi tilgangurinn međ ,,fundinum“ hafi veriđ ađ reyna ađ hafa áhrif á Trump og co til ţess ađ afnema Magnitsky-lögin, kćmist hann til valda.

En ćttleiđingarnar? Jú, samkvćmt rússneskum lögum, sem sett voru í byrjun 2012 og eru talin vera ,,hefnd“ Pútíns vegna Magnistky-laganna, er bandarískum fjölskyldum ekki heimilt ađ ćttleiđa rússnesk börn. Samkvćmt frétt á CNN hefur Natalía sett upp sérstakan hóp (HRAGI), sem hefur ţađ ađ markmiđi (ađ sagt er) ađ létta ćttleiđingarlögunum, ţá mögulega gegn ţví ađ Magnistsky-lögunum yrđi aflétt. Fléttan er ţví sú ađ í skjóli ćttleiđinga koma ţví í kring ađ aflétta hömlum á rússneska auđjöfra og áhrifmenn. Skapa ţannig reykmökk.

Stóru málin sitja á hakanum

Mál ţetta er allt hiđ undarlegasta. Í viđtali á Fox News ţann 11.júlí í ţćttinum Hannity, sagđist Trump yngri ađ hann hefđi kannski gert ţetta öđruvísi í dag. Hann sagđi ađ ekkert hefđi komiđ út úr ţessum fundi og ţetta hefđu veriđ ,,20 mínútur til einskis“. Kannski var ţađ einmitt tilgangurinn hjá hini rússnsesku Natalíu. Ađ gefa ekki upp neitt, en komast inn í hjarta Trump-veldisins og ţar međ skaffa Rússum spil á hendi. Ţví ţađ verđur ađ segjast eins og er ađ Rússar hafa á undanförnum mánuđum leikiđ sér ađ Bandaríkjamönnum, međ öllu ţví sem kallađ er ,,hakkiđ“ og meintri innblöndun Rússa í forsetakosningarnar í Bandaríkunum. Bandarískir fjölmiđlar hafa var talađ um annađ í marga mánuđi! Á međan sitja stóru málin á hakanum, eins og t.d. heilbrigđismálin, skattamál, innviđir og fleira.

Ţađ má í raun segja ađ bandaríska stjórnkerfiđ sé hálf lamađ vegna ađgerđa Rússa, sem verđur ađ segja ţeim til hróss, hafa veriđ ótrúlega snjallar. Ţar kemur kannski reynsla ,,hćsta hanans“ úr KGB sér ađ góđu. En hvernig gátu Trump-liđar veriđ svona hrikalega barnalegir? Jú, eins og Trump yngri sagđi á Fow; ...,,svona gengur ţetta fyrir sig í bissness.“ Ţeir voru sem sagt bara ađ beita sömu nálgun á hlutina og ţeir gera í viđskiptum til ţess ađ fá ,,skít“ til ađ klína á Clinton. Ţá vitum viđ hvernig ţau viđksipti ganga fyrir sig. Svo segjast ţessir kallar vera nýgrćđingar í pólitík. En er ţetta ekki sama ađferđin og ţar?

Rússabangsinn bara hress

Og fundur Pútíns og Trumps, hver vann hann? Jú, Pútín, ekki nokkur spurning. Í fyrsta lagi gaf hann sér 2.5 klst í fundinn og hann slapp mjög vel undan spurningum Trumps um mögulega innblöndun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Trump spurđi Pútín ađ sögn tvisvar um innblöndun, en Pútín sagđi bara nei í bćđi skiptin. Og ţar viđ sat.

Stađan er einfaldlega ţessi: Pútín hefur öll tromp á hendi, en Trump, ,,hinn mikli samningamađur“, engin. Ekki eitt einasta! Rússneski björninn er ţví bara hress ţessa dagana og glottir viđ tönn.

Höfundur er stjórnmálafrćđingur og MA í stjórnmálum A-Evrópu.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum (13.7.2017)


« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta mál, er ekki ţess virđi ađ rćđa ţađ ... Rússar eru búnir ađ gera út af viđ Bandaríkin ... ţau eru orđin ađ auvirđulegum vćluskjóđum og kerlingablókum, sem ganga um og básúna um ţađ hvađ Rússar hafi fariđ illa međ ţá.

Segđu mér, heldurđu ađ Bandaríkin séu heimsveldi ... eđa Rússland?

Hver rćđur? Kerling Clinton, og ađrar líkar kerlingablćkur?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráđ) 15.7.2017 kl. 19:58

2 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársćlsson

Bandríkin eru (enn) heimsveldi, en Rússland ekki. Pútínn vill hinsvegar breyta ţví. Donald Trump og ađrir valdamiklir repúblíkanar ráđa í USA um ţessar mundir.

Gunnar Hólmsteinn Ársćlsson, 16.7.2017 kl. 15:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband